Hyperspaze (um 2010)

Hyperspaze var aukasjálf Jóels Kristins Hrafnssonar á Akureyri en hann mun hafa búið til tónlist undir þessu nafni líklega um eða fyrir 2010. Jóel hefur einnig gefið út og unnið tónlist undir nafninu Naos o.fl.

Ekki liggur fyrir hvort Hyperspaze sendi frá sér efni á netinu eða efnislegu formi.