Húskarlar í óskilum (2008)

Húskarlar í óskilum

Húskarlar í óskilum var dúett þeirra Jóns Sigurðar Eyjólfssonar og Péturs Valgarðs Péturssonar en þeir félagar hafa starfað saman í hljómsveitum í gegnum tíðina.

Húskarlar í óskilum virðist þó ekki hafa verið starfandi hljómsveit heldur einungis hljóðversverkefni þeirra félaga þar sem þeir gáfu út árið 2008 ellefu laga plötu undir heitinu Hlemmur-Hlíðarendi þar sem þeir leika sjálfir á flest hljóðfæranna en hafa einnig með sér nokkra aðstoðarmenn.

Upplýsingar um þetta verkefni þeirra Jóns Sigurðar og Péturs Valgarðs eru annars afar litlar og er hér með óskað eftir þeim.

Efni á plötum