Glatkistan hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar

Fyrr í vikunni var Málræktarþing haldið í Eddu – húsi íslenskunnar, á vegum Íslenskrar málnefndar en um er að ræða árlegt þing nefndarinnar um málefni íslenskrar tungu.

Venja hefur verið að veita viðurkenningu Íslenskrar málnefndar á þinginu og hlaut Glatkistan hana að þessu sinni, fyrir frumkvæði í að birta alfræðiefni á íslensku á netinu. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar veitti Glatkistunni viðurkenninguna fyrir hönd nefndarinnar.

Glatkistan þakkar kærlega fyrir þennan heiður sem vefsíðunni er sýndur með þessari viðurkenningu.