GG blús og Ungfrúin góða og búsið halda saman dúndur tónleika á BIRD við Tryggvagötu í kvöld föstudaginn 24. október.
GG BLÚS er rokkaður blús-dúett mannaður þeim Guðmundi Jónssyni á gítar og söng og Guðmundi Gunnlaugssyni á trommur og söng. Á tónleikum eru þeir nafnar annálaðir fyrir góða stemningu, þar sem vel valdar blús-rokk-ábreiður genginna kynslóða og eigin ópusar eru spilaðir jöfnum höndum – Trúir blús hefðinni en samt móttækilegir nútímanum.
UNGFRÚIN GÓÐA OG BÚSIÐ er sex manna hljómsveit sem spilar rokkaðan blús. Bandið skipa þau Kristjana Þórey Ólafsdóttir – söngur, Helgi Georgsson – píanó og söngur, Árni Björnsson – gítar, Aðalsteinn Snorrason – gítar, Jón Bjarki Bentsson – bassi og Skúli Thoroddsen – trommur.
Herlegheitin hefjast um kl. 21:00
Aðgangseyrir í hurð 2.000 kr














































