Afmælisbörn 9. nóvember 2025

Haukur Sveinbjarnarson

Tvö afmælisbörn koma við tónlistarsögu Glatkistunnar á þessum degi:

Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sjötugur og fagnar því stórafmæli á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnframt gefið út efni í eigin nafni og haft veg og vanda af útgáfu platna sem tengjast heimabæ hans, Siglufirði.

Einnig hefði Haukur Sveinbjarnarson átt afmæli á þessum degi. Haukur fæddist árið 1928 og lék á harmonikku og hugsanlega fleiri hljóðfæri með nokkrum hljómsveitum á yngri árum s.s. Stereo og S.O.S. en einnig sveitum í eigin nafni. Hann sendi frá sér plötuna Kveðju árið 1988 en sú skífa var síðar endurútgefin nokkur breytt árið 1996. Haukur lést árið 2018.