
Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko
Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum síðasta degi ársins:
Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er sextíu og sjö ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggur þó fjöldi útgáfa í formi kassettna. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur líklega lítið sinnt tónlistinni síðustu áratugina.
Tónlistarkonan Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko fagnar stórafmæli á þessum degi en hún er þrítug í dag. Tatjana Dís hefur starfað í hljómsveitum eins og ex.girls og Digital Ísland auk þess að vinna með sólóefni en hún hefur einnig unnið tónlist með Cyber, Joey Christ og fleira tónlistarfólki.














































