23

23
(Lag / texti: Hafsteinn Þráinsson og Una Torfadóttir / Una Torfadóttir)

Ég labbaði til þín.
Ég ætlaði ekki að gera það
en í dag er ég týnd.
Ég get ekki hringt og spurt
og ég þekki þig ekki nóg
til að vita.

Svo ég stend fyrir utan,
reyni að skilja.
Stend fyrir utan og spyr mig
af hverju.

Ég labbaði til þín.
Því ég ætlaði ekki að gera það
en í dag er ég týnd.

Ég sat á bekk og beið,
ég gat fylgst með tímanum
en hann vissi ekkert hvernig mér leið.
Að bíða er alltaf eins.
Ef þú bíður nógu lengi
finnurðu að það er ekki til neins.

Svo ég stend upp á fætur.
Stelpa í stígvélum.
Stendur og grætur
í búðinni með blómunum.
Hættir svo við, snýr sér við,
labbar aftur heim.

Því ég á það soldið til
að segjast vera viss
en vita samt ekkert hvað ég vil.
Svo ég keypti ekki blóm
því mér fannst það vera of mikið
og samt á sama tíma ekki nóg.

Svo ég skrifa þrjár blaðsíður,
reyni að útskýra.
Tuttugu og þrjár línur
síðustu bergmála.

Ég er ekki viss.
Þú átt skilið að vera með einhverjum sem er viss.
Ég er ekki viss.
Þú átt skilið að vera með einhverjum sem er viss.
Ég er ekki viss.
Þú átt skilið að vera með einhverjum sem er viss.

[af plötunni Una Torfa – Sundurlaus samtöl]