Á fullu tungli

Á fullu tungli
(Lag / texti: Ingvar Lundberg / Hólmgrímur Heiðreksson)

Í bænum er fullt af svörtum líkbílum,
þeir eru í leit að viðskiptum,
æða um í leit að viðskiptum.
Tunglið skellihlær og býður góða nótt.

Þú ert brjálaður, þú ert geðveikur, þú ert
tunglsjúkur, þú ert hugveikur, þú ert ruglaður, þú
ert geðsjúkur, þú ert tunglveikur, þú ert allsgáður.

Ég veit ekki nóg, ég verð að lesa meir
því alltaf má lán hjá sjálfum sér.
Alltaf má fá lán til þess að borga skuld.
Alltaf má fá lán til þess að lána sér.

Ég veit ekki nóg, ég veit ekki nóg.
Ég verð að lesa,
það er á meðan er
því rigningin er hér.

Ég set inniskó á fætur mér,
ég er að hugsa um að rölta í Indlandsferð
því tíminn líður hér alltaf í þrístökkum,
því tíminn líður hér alltaf í þrístökkum.

Ég veit ekki nóg, ég veit ekki nóg.
Ég verð að lesa,
það er á meðan er
því rigningin er hér.

Það rignir flóðhestum, rignir fílsfótum, rignir
umbúðum, af ljótum hugsunum, rignir
dróttskátum, rignir varðeldum, rignir skrifstofum,
Síamstvíburum, rignir húsgögnum, nýársávörpum,
rignir tannlæknum, rignir fiðrildum, pípuorgelum,
rignir hafmeyjum, rignir ölkeldum, rignir
húsfreyjum.

Ég veit ekki nóg, ég veit ekki nóg.
Ég verð að lesa,
það er á meðan er
því rigningin er hér.

[m.a. á plötunni Súellen – Í örmum nætur]