Á kútter Haraldi
(Lag / texti: Guðmundur Svafarsson / Sævar Sigurgeirsson og Guðmundur Svafarsson)
Ég fór á kútter Haraldi í heljarinnar stím
með hásetana alla,
þá Edda, Manna, Óla, Danna,
Auðun, Gumma, Jonna, Björn og Grím.
Af borðstokknum við byrjuðum að berja soldið hrím
en hann Bjössi lamdi öxinni óvart beint í Grím.
Svo óvænt einum færri við ösluðum af stað
en ekki dugði hót að vera að tefja neitt við það.
Og Grímur hefur nú séð það sjálfur,
já Grímur hefur sjálfsagt séð
að sjómennskan er ekkert grín,
sjómennskan er ekkert stólpagrín.
Ég fór á kútter Haraldi í heljarinnar túr
með hásetana alla,
þá Edda, Manna, Óla, Danna,
Auðun, Gumma, Jonna og bara Björn.
Við köstuðum út trollinu, við toguðum í vír,
það tókst þó ekki vel – og nú erum við þrír.
Svo óvart nokkrum færri við ösluðum í land,
ekki dugði hót að vera að sýta þetta stand.
Þó að karlarnir séu kátir
og karlar hafa kátir séð,
þá er kútterinn ekkert grín,
kútterinn er ekkert stólpagrín.
[af plötunni Ljótu hálfvitarnir – Ljótu hálfvitarnir [4]]














































