Á Mikjálsdag
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Um morguninn snemma á Mikjálsdag
út í Miklaskóg þeir leiddu þá
og stilltu þeim upp fyrir aftökusveit
sem til axla sínum rifflum brá.
Og yfir þeim breiddu sig beykitré
með blikandi dögg á hverri grein.
Og þeir stóðu þar langþreyttir maður við mann
meðan morgunsólin á þá skein.
Þessi tötruga sveit, þetta sigraða lið,
þessi synir okkar hrjáða lands
þeir höfðu af eldmóði uppreisn gert
móti ógnarvaldi kúgarans
og tendrað hjá fólkinu trú á sitt líf
þó þeim tækist ei markinu að ná.
Og því máttu þeir dauðanum mæta nú
meðan morgunsólin skein á þá.
Stattu keik, ó mín þjóð, þótt þú þrekuð sért
eftir þjáninganna löngu hríð,
stattu keik því að frelsið það færist nær
með sín fyrirheit um bjarta tíð.
Og þegar sigrinum senn verður náð
mun þín saga með stolti greina frá
þeim sem hnigu til moldar í Miklaskóg
meðan morgunsólin skein á þá.
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































