Adios, mi corazón
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Hljóður leitar hugur minn
heitrar nætur suðrí Puebla
þegar eg varð ástfanginn,
ungur sveinn í fyrsta sinn.
Fagurt bar hún fótinn létta,
fim hún sveigði mittið netta.
Sungið var á sílófón:
„Mi amor, mi corazón.“
Fól hún sig í faðmi mér;
fögnuð minn ég henni tjáði:
„Líf mig það sem eftir er
allt skal verða helgað þér.“
Og hún sína arma lagði
um minn háls og blítt hún sagði:
„Æ, þú talar eins og flón,
mi amor, mi corazón.“
Ó, hve sælan endar skjótt!
Undir morgun horfin var hún.
Síðar er mér aldrei rótt
og mig dreymir hverja nótt
andlit hennar undurfríða,
auglit hennar munarblíða
er hún sagði í angurtón:
„Adios, mi corazón.“
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































