Ævintýramaðurinn
(Lag / texti: Gísli Víkingsson / Hafþór Ólafsson)
Hann er maður fremur vanafastur
og flækist því sjaldan í mál,
hann veit að ekki er örgrannt um
að ævintýr flest eru tál,
hann sparar sér víxlsporin vitandi að
á villigötunum aldrei greið
leiðin heim í herbergið sitt
og hætta á ringulreið.
Vá er á
næsta leiti,
gleymdu ekki að gá.
Hann varð fyrir áfalli einn veðurdag,
hann villtist, það kom á hann hik,
hann ruglaði fótum svo ferlega
að í fátinu steig hann á strik,
já hætturnar þær eru hundrað talsins,
hugsið því vel um ykkar gang,
horfið með tign hins tækjafæra
eða takið þær ykkur í fang.
Vá er á
næsta leiti,
gleymdu ekki að gá.
[af plötunni Súkkat – Ull]














































