Áhugaleysi orðanna

Áhugaleysi orðanna
(Lag og texti: Vignir Snær Vigfússon)

Í lokaðri hugsun festist ég,
get ekki fundið hvað það er
sem ég einblíni á.

Í skrifuðum orðum spyr ég mig
með spurningalista sem ei skil,
af hverju kemur ekki neitt.

Hvernig get ég lokið öllu
í umhverfi sem að truflar mig,
er hugmyndaleysi ákveðin fötlun
sem háir mér bara í dag – ég spyr.

Hefurðu komist til himnanna,
hefurðu upplifað vímuna,
hefurðu verið meðal andanna,
hefurðu afhjúpað rímuna?

Í töluðum orðum uppgötva
áhugaleysi orðanna,
engin merking felst í þeim.

Á blaðinu orðin stara á mig
í uppröðun sem að ég ei skil,
af hverju kemur ekki neitt?

Hefurðu komist til himnanna,
hefurðu upplifað vímuna,
hefurðu verið meðal andanna,
hefurðu afhjúpað rímuna?

Þau sitja fast og hlæja að mér,
þau voru á undan mér.
Hvernig sem fer þá er það ég sem ræð.
Hvernig sem fer.

Hefurðu komist til himnanna,
hefurðu upplifað vímuna,
hefurðu verið meðal andanna,
hefurðu afhjúpað rímuna?

[af plötunni Írafár – Allt sem ég sé]