Allt það sem kvistfuglar kveða

Allt það sem kvistfuglar kveða
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Allt það sem kvistfuglar kveða
kátast er vorsólin hlær,
blómskrúð í brekkum og lautum
og blár og tindrandi sær,
allt það sem angar og ljómar,
angar og ljómar og skín,
allt það sem fögnuð og yndi
vekur hjá mér,
– þetta allt
það dregur huga minn
til þín

[m.a. á plötunni Kór Átthagafélags Strandamanna – Ymur Íslands lag]