Annan heim

Annan heim
(Lag og texti: Hipsumhaps)

Hvað er það sem angrar þig?
Fingrafar á sálinni.
Fastur bakvið skjá,
enginn má sjá mig.
Ég þarf meiri ást,
elska sjálfan mig.

Ég er eins og draugur sem að rennur ekki í blóð,
ég er svo búinn á því.
Loka augunum og finn mína innri ró,
læt mig dreyma um betra líf.

Augnablik í skammdegi.
Áhyggjur á sporbaug um mig.
Hvert sem litið er,
augu hvíla á mér.
Stundum er minning
eins og tímavél.

Ég er eins og draugur sem að rennur ekki í blóð,
ég er svo búinn á því.
Loka augunum og finn mína innri ró,
læt mig dreyma um betra líf.

[af plötunni Hipsumhaps – Ást & praktík]