Ár ródkillsins
(Lag og texti: Baldur Ragnarsson)
Hversu mörg líf bara hverfa á augnablik stundu?
Og hversu mörg voru þau lík sem að krakkarnir fundu?
Tilgangur sálar er tapaður bara si svona.
Tintrandi tár á smáblómi hættir að vona.
Kjökrandi sé ég nú kisu með margbrotnar tennur.
Kaldur er svitinn sem beint niður bakið mitt rennur.
Máríuelda í mölbrotnum líkama liggur.
Máttvana leggst ég við hliðina á henni hryggur.
En núna þær sálir fá óskipta athygli, allra við minnumst.
Hver einasta mús, hvert einasta illfygli
hverfa mun aldre, nei þau eru meira en skrokkar.
Þau öll munu lifa að eilífu í minningu okkar.
Því nú er ár, nú er ár ródkillsins.
Aldrei ég gleymi að í þessum heimi
er allt hlekkur í keðju.
Nú er ár, nú er ár ródkillsins.
Hver einasti kjói, hver lóa sem spói
mun hvíla í friði og fá sína síðustu kveðju.
Engill er í hverju einasta þjóródsins killi.
Örlítið, hálflamað lamb sem er hálft inni í grilli.
Smánaður þröstur sem smurðist á skítuga rúðu.
Smári sem ég þekki keyrði eitt sinn yfir lúðu.
En núna þær sálir fá vorkunn og virðingu,
við þeirra minnumst, já við þeirra minnumst.
Hver einasta kýr og hver ær föst í girðingu
hverfa mun aldrei, nei þau eru meira en skrokkar.
Þau öll munu lifa að eilífu í minningu okkar.
Já höldum nú hátíð, já hátíð í bæ.
Við skundum á Þingvöll og sköfum upp hræ,
sem skilin voru eftir af ógætnum malbiksins gestum.
Við bjóðum til þessarar hátíðar bara sem flestum.
Því nú er ár…
[af plötunni Ljótu hálfvitarnir – Ljótu hálfvitarnir [4]]














































