Aría djáknans á Myrká

Aría djáknans á Myrká
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)
[sama lag og Söngur jólasveinanna úr Deleríum búbónis]

Áin var alltaf að vaxa.
Með hvítan blett í hnakkanum
hímdi ég undir bakkanum.
Fór svo á bak honum Fax.
Á harðaspretti heim til þín
hér ég kominn, Garún mín.

Brátt fara bein mín að glansa.
Það skrölta á mér lúkurnar
með skinnlausar kjúkurnar.
Brúður, ég býð þér að dansa
ballett við dauðan mann.

Ég bið þig, mín ljúfa, að lengja ekki töfina.
Mér leiðist það alveg hreint óskaplega
að þurfa að leggjast aleinn oní gröfina.
Á öruggum ávaxtabransa,
eninga meninga,
pabbi þinn græðir peninga.
Brúður, ég býð þér að dansa
ballett við dauðan mann.

[m.a. á plötunni Kuran Swing – Kuran Swing]