Ástarlag Steindórs

Ástarlag Steindórs
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarssonar)
[úr söngleiknum Abbababb!]

Hvað er að gerast?
Ég er sveittur, hjartað hamast,
það er eins og ég sé að fara í próf,
ég skelf, ég nötra…
Ó elsku Systa
má ég kannski hjá þér gista?
ég skal vera rosa góður við þig,
ég held… nei ég veit, að þetta er ást.
Hættu þessu bulli,
Systa vill þig ekki sjá.
Hún vill bara gaura
sem að hlusta pönkrokk á,
þú átt betra skilið,
ekki svona ræflafrík.
Því þú ert diskó, en hún er pönk.
Við erum diskó, en hún er pönk.

[engar upplýsingar um lagið á plötum]