Atlavík
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Magnús Stefánsson)
Nú er sól og sumar
söngvar lífsins óma.
Æskan hátið heldur
í Hallormsstaðaskóg.
Birkið unga brumar
broshýr andlit ljóma.
Logar lífsins eldur
við lygna fljótsins ró.
Kætast hjörtun ungu við dillandi dansinn
dásamleg er nóttin og hamingjurík.
Brosir bjartur svanni
Blítt við ungum manni
Unaðsstunda njótum í Atlavík.
[engar upplýsingar um lagið á plötum














































