Átta tímum fyrr

Átta tímum fyrr
(Lag / texti: Steinar Gunnarsson / Víðir Herbertsson)

Hann á lögfræðiskrifstofu,
fer á lífsgæðafyllerí.
Hann rakar saman fé,
hans áhugamál eru smáfuglaskytterí
og svíkja út úr mér og þér.

Vaknar um morgun,
klæðist í búning
í grænum og brúnum lit.
Tekur vopnið með handsmíðað skeftið,
barnslega, barnslega glaður á svip.

Á leiðinni í bílnum
hugsar um haustið
meðan gæsatíminn var,
liggjandi í skurði með flautu í munni,
horfandi á gervigæsirnar.

Köld er vistin í norðannepu,
nóttin virðist vilja gleypa mig.
Horfið er stolt og kjarkur þeirrar hetju
sem áði hér, átta tímum fyrr.

Ístan er þung, hann hugsar með stolti
um soninn sem dúxar í Hamrahlíð.
Sex rjúpum seinna hann áir á holti,
það virðist vera að gera stórhríð.

Morguninn efti ljósvakar herma,
skátarnir björguðu því
að lögfræðingsræfill yrði ekki úti,
byssan gat ekki bjargað því.

Í kokteilboði heima mánuði seinna
stoltur skýrir frá því,
ég var ekkert hræddur, bara svolítið kaldur.
Taugarnar, taugarnar björguðu því, jaahá!

[af plötunni Súellen – Ferð án enda]