Afmælisbörn 23. febrúar 2022

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Baldvin Kristinn Baldvinsson baritónsöngvari og bóndi er sjötíu og tveggja ára í dag. Hann er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) en þeir gáfu út plötu árið 1986, en einnig hefur Baldvin sungið einsöng með karlakórnum Hreimi á plötum sem kórinn hefur gefið út. Eftir Baldvin (sem er…

Afmælisbörn 22. febrúar 2022

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtíu og tveggja ára í dag en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar…

Afmælisbörn 21. febrúar 2022

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Arnþór Kristján Jóhannes Jónsson (Addi rokk f. 1933) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2019. Þessi skrautlegi tónlistarmaður og áhugaleikari kom víða við á ferli sínum, hann var Elvis eftirherma og starfrækti Tónatríóið og Tónabræður í mörg ár auk þess að vera í sveitum…

Afmælisbörn 20. febrúar 2022

Afmælisbörn dagsins eru sex talsins á þessum degi: Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona er sjötíu og þriggja ára gömul í dag. Hún nam söng við Tónlistarkóla Kópavogs og síðar í Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki og þegar hún kom heim að námi loknu hóf hún að kenna söng auk þess að syngja, bæði opinberlega og á plötum.…

Afmælisbörn 19. febrúar 2022

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Hanna Steina (Jóhanna Steinunn) Hjálmtýsdóttir söngkona á stórafmæli en hún er sextug í dag. Eins og flestir vita er hún dóttir Hjálmtýs Hjálmtýssonar söngvara og þ.a.l. systir Páls Óskars og Diddúar en hún hefur sungið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal eru…

Afmælisbörn 18. febrúar 2022

Glatkistan hefur að þessu sinni þrjú afmælisbörn á skrá: Halldór Haraldsson píanóleikari er áttatíu og fimm ára gamall í dag. Hann nam hér heima og í London, hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennt á píanó í og gegnt stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, gegnt ábyrgðarstörfum fyrir FÍT og önnur félagssamtök hér heima og erlendis svo…

Afmælisbörn 17. febrúar 2022

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Magnús Ólafsson skemmtikraftur og söngvari (Bjössi bolla) er sjötíu og sex ára gamall á þessum degi. Tónlistarferill Magnúsar er mun stærri en fólk gerir sér almennt fyrir, hann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni söngvara gaf út tvær plötur undir nöfnum Hurðaskellis og Stúfs (og reyndar eina til sem…

Slagbrandur [2] (1978-82)

Hljómsveitin Slagbrandur var framarlega í dansleikjaspilamennsku á Austfjörðum í kringum 1980 og sendi m.a.s. frá sér tvær hljómplötur meðan hún starfaði. Slagbrandur var stofnuð á Egilsstöðum árið 1978 og kom fyrst fram á dansleik í Valaskjálfi í heimabænum haustið 1979 en sá staður varð eins konar heimavöllur sveitarinnar. Það var píanóleikarinn Árni Ísleifsson sem hafði…

Slagbrandur [2] – Efni á plötum

Slagbrandur – Afmælishljómplata UÍA: Áfram UÍA [ep] Útgefandi: Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands Útgáfunúmer: UÍA 001 Ár: 1981 1. Afmælissöngur UÍA 2. Baráttusöngur UÍA Flytjendur: Árni Ísleifsson – píanó Bjarni Helgason – trommur og söngur Friðjón Ingi Jóhannsson – bassi og söngur Stefán Jóhannsson – gítar og söngur   Slagbrandur – Grimmt og blítt [ep] Útgefandi:…

Skvaldur (1995-96)

Njarðvíska rokksveitin Skvaldur var hluti af þeirri rokksenu sem var í gangi á síðustu árum liðinnar aldar, líklega 1995 og 96. Meðlimir Skvaldurs voru Björgvin Einar Guðmundsson gítarleikari, Valgeir Sigurðsson gítarleikari, Ólafur Ingólfsson trommuleikari, Kristján Guðmundsson bassaleikari og Magni Freyr Guðmundsson söngvari þegar sveitin tók þátt í Músíktilraunum vorið 1996, þeir félagar komust ekki áfram…

Skurður (1992)

Hljómsveit sem bar nafnið Skurður starfaði á Akureyri vorið 1992 og var að öllum líkindum skammlíf sveit. Sveitin sem var líklega rokkband kom fram að minnsta kosti einu sinni á tónleikum og voru meðlimir hennar þá þeir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Kristinn Þeyr Magnússon söngvari, Magnús Rúnar Magnússon trommuleikari og Baldvin Ringsted Vignisson gítarleikari.

Skytturnar [3] (1994-95)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Skytturnar og var starfandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar eru fremur litlar og slitróttar en sveitin virðist hafa verið misstór, haft mismunandi tónlistarstefnur á efnisskránni og verið skipuð mismunandi meðlimum eftir atvikum. Samt sem áður virðist um sömu sveit að ræða. Þannig er sveitin sögð vera kántrísveit í…

Skytturnar [2] (1992)

Vorið 1992 var hljómsveit sem bar nafnið Skytturnar keppandi í tónlistarkeppninni Viðarstauk í Menntaskólanum á Akureyri en sú keppni hefur verið haldin um árabil innan skólans. Hér er reiknað með að sveitin hafi verið stofnuð fyrir þessa einu uppákomu en óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar.

Skytturnar [1] (1989-)

Hljómsveitin Skytturnar var stofnuð vorið 1989 upp úr annarri sveit, Hinu liðinu en markmiðið var eingöngu að leika á dansleikjum og skemmta fólki. Skytturnar skipuðu þeir Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Jósep Sigurðsson hljómborðsleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Jón Guðmundsson gítarleikari og Þórður Bogason söngvari, einnig kom söngvarinn Eiríkur Hauksson lítillega við sögu sveitarinnar og einnig gæti Sigurður…

Skvetturnar (um 2000)

Innan Borgarkórsins (sem starfaði á árunum 1996-2008) var myndaður lítill sönghópur kvenna undir nafninu Skvetturnar, sem kom stundum fram á tónleikum kórsins en söng reyndar einnig sjálfstætt – þessi sönghópur var líklega stofnaður í kringum aldamótin. Lítið er vitað um Skvetturnar, Guðrún Leósdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir Auður Eyvinds og Halla Leifsdóttir voru meðal þeirra og gæti…

Skúli Einarsson (1955-2021)

Skúli Einarsson, iðulega kenndur við Tannstaðabakka í Hrútafirði var öflugur í tónlistar- og félagsmálum Vestur-Húnvetninga og kom að tónlist með margvíslegum hætti. Eitt frumsamið lag í flutningi hans kom út á safnplötu á tíunda áratug síðustu aldar. Skúli var fæddur (1955) og uppalinn á Tannstaðabakka í Staðarhreppi og fyrstu skref sín í tónlistinni steig hann…

The Icelandic all star (1955)

Nafnlaus hljómsveit sem síðar hlaut nafnið The Icelandic all star var sett saman fyrir jam session í Breiðfirðingabúð snemma árs 1955 en sveitina skipuðu þeir Gunnar Ormslev saxófónleikari, Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari, Kristján Magnússon píanóleikari, Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari og Bob Grauso trommuleikari. Sá síðast taldi var Bandaríkjamaður sem dvaldi um tíma á Keflavíkurflugvelli og að…

Sigurbjörn Ingþórsson (1934-86)

Sigurbjörn Ingþórsson var meðal fremstu bassaleikara Íslands um langt árabil, lék bæði með danshljómsveitum og Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig inn á nokkrar plötur. Hann lést aðeins rúmlega fimmtugur að aldri. Sigurbjörn eða Bjössi bassi eins og hann var iðulega nefndur, fæddist í Reykjavík sumarið 1934 en ólst upp á Selfossi. Þar komst hann í tæri…

Afmælisbörn 16. febrúar 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Björn Thoroddsen gítarleikarinn kunni er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Björn er upphaflega úr Hafnarfirðinum og var þar í fjölmörgum hljómsveitum áður en hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í gítarleik. Um það leyti er hann kom heim aftur sendi hann frá sér sína fyrstu plötu…

Afmælisbörn 15. febrúar 2022

Í dag eru afmælisbörnin fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Hörður Bragason organisti er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Þó að hann sé fyrst og fremst þekktur í dag sem organisti og undirleikari lék hann með ýmsum þekktum og óþekktum hljómsveitum á árum áður. Þeirra á meðal má nefna orgelkvartettinn Apparat, Bruna BB,…

Afmælisbörn 14. febrúar 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Jón Ingi Valdimarsson bassaleikari Greifanna frá Húsavík er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Jón Ingi hefur verið í Greifunum frá upphafi en sveitin gekk fyrst undir Special treatment nafninu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er þrjátíu og átta ára en hann þekkja allir. Víkingur nam í Bandaríkjunum…

Afmælisbörn 13. febrúar 2022

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Aðalsteinn Ísfjörð (Sigurpálsson) harmonikkuleikari og múrarameistari er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Aðalsteinn sem er Húsvíkingur hefur komið víða við á sínum ferli sem harmonikkuleikari, gefið út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna sveitir…

Eingangran gefur út smáskífu

Færeyski dúettinn Einangran sendi í gær frá sér fyrstu smáskífuna af plötu sem er væntanleg með sveitinni í haust en smáskífan ber heitið Koyri heim. Tónlistina segja þau vera draumkennt diskó í anda níunda áratugarins með syntha-ívafi en lagið var hljóðritað í hljóðveri þeirra Janusar Rasmussen (Kiasmos, Bloodgroup) og Sakaris Joensen (Sakaris, Boncyan) í Reykjavík.…

Afmælisbörn 12. febrúar 2022

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni dýralækni…

Afmælisbörn 11. febrúar 2022

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengd tónlistargeiranum: Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er sextíu og þriggja ára í dag. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs,…

Afmælisbörn 10. febrúar 2022

Tvö afmælisbörn koma við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar séu tíndar…

Sléttuúlfarnir (1990-92)

Hljómsveitin Sléttuúlfarnir var eins konar súpergrúbba – í anda Travelling Wilburys, vildu sumir meina en sveitin starfaði um ríflega tveggja ára skeið og sendi frá sér tvær plötur. Sléttuúlfarnir urðu til sem eins konar hljóðversband en sveitin varð í raun til í Hljóðrita og Sýrlandi vorið 1990 þegar Björgvin Halldórsson söngvari og gítarleikari setti saman…

Sléttuúlfarnir – Efni á plötum

Sléttuúlfarnir – Líf og fjör í Fagradal Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 060 / SCD 060 / SMC 060 Ár: 1990 1. Akstur á undarlegum vegi 2. Litli kall 3. Hún er ekki neitt fyrir aumingja þig 4. Skýið 5. Andlitið sem hlær 6. Hef enga von 7. Ég fæddist ekki í Keflavík 8. Burt og…

Skuggar [9] (1965)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Skugga sem starfrækt var á höfuðborgarsvæðinu árið 1965. Sveitin var stofnuð snemma árs en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði eða hverjir skipuðu hana.

Skuggar [8] (um 1967)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, líklega 1967 var starfrækt hljómsveit á Raufarhöfn, skipuð ungum meðlimum á barnaskólaaldri, undir nafninu Skuggar. Ekki er víst að þessi sveit hafi komið opinberlega fram. Upplýsingar um Skugga eru afar takmarkaðar og herma heimildir m.a. að Magnús Stefánsson trommuleikari (Utangarðsmenn, Sálin hans Jóns míns o.fl.) hafi stigið sín fyrstu…

Skuggar [7] (1964-67)

Skólahljómsveit í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði á árunum 1964-67 undir nafninu Skuggar en fáum árum fyrr hafði starfað þar sams konar sveit undir sama nafni, hér er umfjöllunum um sveitirnar haldið aðskildum enda voru þær ekki skipaðar sömu meðlimum. Skólahljómsveitir höfðu líklega verið starfandi nokkuð samfleytt við skólann á sjöunda áratugnum en Skuggar munu hafa…

Skuggar [6] (1964)

Í Vestmannaeyjum starfaði um skamman tíma hljómsveit sem bar nafnið Skuggar, rétt eins og hljómsveit sem einn meðlima sveitarinnar, Grétar Skaptason gítarleikari hafði starfað með í Keflavík nokkru áður. Aðrir liðsmenn Skugga voru þeir Helgi Hermannsson söngvari og gítarleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Henry Ágúst Åberg Erlendsson bassaleikari. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð snemma…

Skuggar [4] (1962-65)

Á árunum 1962-65 að minnsta kosti, var hljómsveit starfandi á Akranesi undir nafninu Skuggar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðaskólanum í bænum. Sveitin sótti nafn sitt til bresku sveitarinnar The Shadows eins og svo margar á þessum tíma og var því líklega um gítarsveit að ræða, meðal meðlima hennar voru Karl J. Sighvatsson…

Skuggar [13] (1992)

Hljómsveit sem bar nafnið Skuggar var ein þeirra sveita sem keppti í tónlistarkeppninni Viðarstauk í Menntaskólanum á Akureyri vorið 1992. Meðlimir Skugga voru Hörður [?], Tryggvi [?], Stefán [?], Ómar [?] hljómborðsleikari og Sigfús [?] trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um meðlimi (og hljóðfæraskipan) Skugga.

Skuggar [12] (1974-86)

Danshljómsveitin Skuggar var starfrækt um töluvert langt skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en ekki er þó ljóst hvort hún starfaði alveg samfellt. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1974, hún var lengst af tríó sem ráðin var sem húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum og spilaði hún þar að minnsta kosti fram á vorið 1979.…

Skuggar [11] (1971-72)

Hljómsveitin Skuggar starfaði á Suðurlandi í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar en hún lék á dansleikjum ásamt Mánum frá Selfossi árið 1971 og 72. Hugsanlegt er að Stefán Ásgrímsson hafi verið gítarleikari þessarar sveitar. Óskað eftir eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma.

Skuggar [10] (1966)

Árið 1966 starfaði hljómsveit á norðanverðu landinu, hugsanlega Ólafsfirði undir nafninu Skuggar. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og um hljóðfæraskipan hennar en það eina sem finnst um hana er að söngvari hennar hét Sigvaldi, hún var því eitthvað auglýst undir nafninu Skuggar og Sigvaldi.

Júdó & Stefán [1] (1993)

Júdó & Stefán var dúett (eða hljómsveit) sem var angi af Sniglabandinu, og kom fram með þeirri sveit haustið 1993. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þessa sveit en um einhvers konar grínhljómsveit eða -atriði var líklega um að ræða af hálfu Sniglabandsins.

Afmælisbörn 9. febrúar 2022

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar en þau eru sjö talsins í dag: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og níu ára. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum…

Afmælisbörn 8. febrúar 2022

Afmælisbörnin eru fimm talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og sjö ára gamall en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað…

Afmælisbörn 7. febrúar 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Afmælisbörn 6. febrúar 2022

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og fjögurra ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Afmælisbörn 5. febrúar 2022

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda.…

Afmælisbörn 4. febrúar 2022

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö afmælisbörn í dag: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir tónlistar- og fjöllistakona er fjörutíu og þriggja ára gömul í dag. Hún hefur haslað sér völl sem myndlistamaður m.a. með myndasögum sínum (Lóaboratoríum) en er þekktari í tónlistarbransanum sem söngkona og annar stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast, sem hefur gefið út nokkrar breiðskífur. Þá hefur…

Afmælisbörn 3. febrúar 2022

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Flautuleikarinn Guðrún S. Birgisdóttir er sextíu og sex ára gömul í dag. Guðrún nam flautuleik hjá Manuelu Wiesler hér heima áður en hún fór í framhaldsnám í Noregi og Frakklandi þar sem hún lauk einleikaraprófi, en hún starfaði í París í fáein ár áður en hún kom heim…

Sköllótta tromman (1989-96)

Margt er á huldu varðandi fjöllistahóp eða hljómsveit sem kallast hefur Sköllótta tromman en nafnið hefur verið notað af hópi mynd- og tónlistarmanna í tengslum við gjörninga og tónlistarsköpun síðan 1989 að minnsta kosti, óvíst er þó hvort hópurinn er enn starfandi. Nafnið Sköllótta tromman kemur fyrst fyrir í fjölmiðlum árið 1989 og í tengslum…

Sköllótta tromman – Efni á plötum

Sköllótta tromman – Tjón í Valhöll Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1990 [?] / 2016 1. Sjóarinn síkáti 2. Tjón í Valhöll 3. Jeppi á fjalli 4. Óskalög sjúklinga 5. Strand á Ströndum 6. Óskalög Strandamanna 7. Fjólubláir hrafnar Flytjendur: Guðjón Rúdolf Guðmundsson – [?] Óskar Ingi Thorarensen – [?]

Skrúðsmenn (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Skrúðsmenn. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit, hvorki hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, hvar og hvenær hún starfaði o.s.frv. en allar slíkar upplýsingar má gjarnan senda Glatkistunni.

Skruggur (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um blússveit sem gekk undir nafninu Skruggur og starfaði líklega um eða eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar. Valtýr Björn Thors mun hafa verið gítarleikari sveitarinnar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit.

Skrautreið Hemúlanna (1978-79)

Hljómsveit sem bar nafnið Skrautreið Hemúlanna (með vísan í bækurnar um Múmínálfana e. Tove Jansson) starfaði veturinn 1978-79 og kom að minnsta kosti einu sinni fram, vorið 1979 í Félagsstofnun stúdenta þar sem sveitin mun hafa leikið eins konar tilraunakennda spunatónlist. Meðlimir sveitarinnar (sem sumir hverjir urðu síðar þjóðþekkt tónlistarfólk) voru þau Árni Óskarsson söngvari…