Bára
(Lag / texti: Sigþrúður Sigurðardóttir / Sigurður Óskar Pálsson)
Gagnsæum örmum glaðlega vefur
gráan stein.
silfruðum fingrum sefandi strýkur
sæbarða hlein,
svalandi vörum í sífellu kyssir
sandanna brár
en langt niðri í djúpinu lokarðu þínar
leyndustu þrár
draumana um storminn er
sterklega á vetri
strýkur þitt hár.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar III]














































