Barnið sefur

Barnið sefur
(Lag / texti: Bubbi Morthens / Tolli Morthens)

Barnið sefur – barnið hlær,
rífur bækur – barnið slær.
Stoltur er faðirinn.

Vetnissprengja ýlfrar, hlær,
tætir af þér haus og tær,
stoltur er aðmírállinn.

Vörur hækka meir og meir,
kaupið lækkar – krónan úr leir.
Núna grætur neytandinn,
stoltur er kaupmaðurinn.

Ungur piltur í akkorði,
gamall reynir að fylgjast með,
stoltur er verktakinn.

Frystihúsavinna verst borguð er,
á skrifstofunni þeir fylgjast með,
stoltur er forstjórinn.

Suður á Velli verndarinn býr,
frúin í leynum í leigubíl,
flettir upp um sig pilsi svo undurblíð.

Heim hún kemur úr næturheim,
bóndanum býður vindil úr ókunnugum heim,
stoltur er verndarinn.
Stoltur er verndarinn.

[af plötunni Utangarðsmenn – Geislavirkir]