Bein leið
(Lag og texti: Kristján Kristjánsson KK)
Bein leið, gatan liggur greið.
Bein leið, gatan liggur greið.
Það kostar svita‘ og blóð
að fara þessa slóð.
Ég var að vappa um bæinn,
það var hér um daginn.
Sá fullt af kynjaverum
undir himni berum.
Viltu heyra?
Ljáðu eyra, heyrðu meira.
Það kostar svita‘ og blóð
að fara þessa slóð.
Bein leið…
Einn átti milljónkall,
keypti sér kólafjall,
tók alla kösina
í aðra nösina.
Hann varð galinn.
Ég er farinn,
ég er farinn.
Það kostar svita‘ og blóð
að fara þess slóð.
Bein leið…
Bein leið…
[m.a. á plötunni KK – Bein leið]














































