Beint í belginn
(Lag og texti: Kristján Kristjánsson KK)
Hann er engum líkur
og þó nokkuð ríkur,
hvernig hann komst til efna,
það má helst ekki nefna.
Hann er stór og stæltur
og þó nokkuð sver,
ég lýg þér engu,
segi alveg eins og er.
Spurði‘ hann hvernig gengur
þá hann gengur frá þér.
Hann er frelsis stjarna,
fyrirmynd barna
og hans eftirbreytni,
sýnir sig í skreytni.
Ef hann er Íslandspabbi,
og við Íslandsbörn
þá mætti segja hann fremji
þjóðarsifjarspjöll
þannig að við erum
misnotuð öll.
Hvar eru álfar og hvar eru tröll?
Hvar eru vættirnir sem vernda okkur öll?
Hann segir börnum að óhollt sé gott,
ég held að mamma vilji
að hann hypji sig brott,
ég heyri kallað „systir,
ljáðu mér pott“.
Ef þú vilt ganga í flokkinn
og komast á toppinn,
vertu vel til hafður,
nýþveginn og lagður,
orðagjálfur skaltu leggja til sjálfur,
fáðu þér beint í belginn,
vertu ofalinn kálfur
beint í belginn,
éttu draslið þitt sjálfur.
[af plötunni KK band – Hótel Föroyjar]














































