Bensín skrímslið skríður
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Ég á allan heiminn,
ég á allan heiminn
og þú færð hann ekki
fyrir gull og gersemi.
Ég ek sandinn á kagga
með stórt glott til að flagga
og ég vil bara fá
að sjá brjóstin á þér.
Bensín skrímslið skríður…
Framundan bílnum er sandur,
Sandur, sandur, sandur
og helvítis mælirinn sýnir núll.
Já, gefðu mér bensín.
Já, gefðu mér alkóhól,
ó, gefðu mér eitthvað oní hálsinn.
Bensín skrímslið skríður…
Blessuð sólin elskar allt…
allt með kossi drepur.
Ég hef varla augu,
ég hef varla varir
og mávarnir vilja gera hitt.
Ég á allan heiminn,
ég á allan heiminn
og þú mátt fá hann
fyrir brúsa af bensíni.
Bensín skrímslið skríður…
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]














































