Best að gera aldrei neitt

Best að gera aldrei neitt
(Lag / texti: Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir / Vigdís Hafliðadóttir)

Stundum geri ég eitthvað villt
og fólki finnst ég ósmekkleg
sem öðrum finnst tryllt
og finnst ég rosa skemmtileg.

En ég get verið stillt,
kurteis og frambærileg.
Það er bara verst
hvað sumum finnst ég þá leiðinleg.

Gæti ég kannski verið þetta allt
á sama tíma?
Er ekki hægt að ná til allra á sama tíma?
Kannski ef ég gerði aldrei neitt.

Stundum segi ég eitthvað
sem einhverjum finnst óþægilegt
en á sama stað
finnst öðrum það mjög mikilvægt.

Ég gæti passað upp á það
að segja bara eitthvað notalegt.
Það er bara verst
hvað sumum þætti það… ómerkilegt.

Gæti ég kannski gert þetta allt
á sama tíma?
Er ekki hægt að ná til allra á sama tíma?
Kannski ef ég segði aldrei neitt.

Langbest að segja aldrei neitt.
Langbest að gera aldrei neitt.

[af plötunni Flott – Pottþétt flott]