Besti vinur
(Lag og texti: Kristján Kristjánsson KK)
Þetta er besta skinn,
besti vinur þinn.
Tekur hlýlega í hönd,
kyssir þig á kinn.
Og þú stendur stjarfur
og þú skilur ekki neitt
því hann frystir þig með brosi
sem hann fékk hjá Colgate.
Teldu fingurna, 1 – 2 – 3.
Þessi úlfabros geta verið svo dýr.
Hann selur fífil og fjall
fyrir fimm þúsund kall
því hann er viðskiptajöfur,
hann er geysilega snjall.
Já hann er gefinn fyrir grín,
sérðu bara hvernig hann hlær
þegar hann rukkar þig um milljón
þótt hann skuldi þér tvær.
Teldu fingurna, 1 – 2 – 3.
Þessi íslensk fyndni getur verið svo dýr.
Já hann ruggar og rær
og telur á sér tær,
segist breyttur maður,
öðruvísi en í gær.
Snúum bökum saman,
fyrirheitin eru góð,
ég segi varaðu þig (varaðu þig)
hann þyrstir í blóð.
Og þú skalt telja fingurna, 1 – 2 – 3.
Þessi viðskiptajöfur hann er ekki nógu skýr.
Hann er einhvers konar dýr.
Teldu fingurna, 1 – 2 – 3.
Þessi úlfabros geta verið svo dýr.
Teldu fingurna, það vantar alla fimm.
Þessi viðskiptaveröld er alltof grimm.
[af plötunni KK – Bein leið]














































