Bleik ský
(lag / texti: Jökull Breki Arnarson / Fannar Ingi Friðþjófsson)
Ég sé neista,
beib þú geislar,
grípur í koddann þinn
og stynur er ég bít í þína vör.
Böðuð
rósablöðum,
sena úr okkar mynd
sem enginn fær að sjá nema við tvö.
Skrifum sögu saman þar sem að við stjórnum öllu
alveg sama um allt frá deginum sem að við hittumst fyrst.
Sambönd eiga að gerast ástin hefur engar hömlur,
augun segja satt og hunsa það sem öðru fólki finnst.
Á bleiku skýi saman svífum yfir svartar strendur,
elska þið svo hart og líkama þinn dái eins og list.
Verum við sjálf saman alla daga allar nætur.
Það besta sem lífið gaf er að við tvö höfum kynnst.
Þú og ég
jafnt og við.
Þú og ég
fullkomin.
Það er eðlilegt að efast,
leyfum því samt ekki að gerast.
Megum ekki efast
ekki, ekki, ekki efast.
Er þetta í alvöru að gerast,
ekki, ekki, ekki gerast.
Megum ekki efast,
ekki, ekki, ekki efast.
Skrifum sögu saman þar sem að við stjórnum öllu
alveg sama um allt frá deginum sem að við hittumst fyrst.
Sambönd eiga að gerast ástin hefur engar hömlur,
augun segja satt og hunsa það sem öðru fólki finnst.
Á bleiku skýi saman svífum yfir svartar strendur,
elska þið svo hart og líkama þinn dái eins og list.
Verum við sjálf saman alla daga allar nætur.
Það besta sem lífið gaf er að við tvö höfum kynnst.
Að sjá þig með öðrum manni
er mín versta martröð
en það sem skiptir mestu máli
er að þú sért hamingjusöm.
Elska þig samt.
Elska þig samt.
Elska þig samt.
Elska þig samt.
[af plötunni Hipsumhaps – Best gleymdu leyndarmálin]














































