Blóðsugan

Blóðsugan
(Lag og texti: Elín Hall)

Háski í bíóhúsi háskólans,
gotneskur glans.
Hrifningin hrollvekjandi úr augum hans,
heiðingjans.
Blóðsugan brýtur engin loforð,
þó henni bjóðist betra vín.
En ég er ekki lengur þín.

Ég skal fara og vona að hjartað
fylgi á eftir mér.
Læra að sjá þig elska einhvern
sem er ekki ég.
Og sama hvort að myndin endi vel,
þá vil ég að allir viti að þú sérð ekki liti.

Flöktandi ljósastaurar. Freðin tár
fangar vanginn blár.
Krýpur í kirkjugarði greifinn sár.
Fölur og grár.
Upprisin hrópar uppvakningur:
Það er síbreytilegt spil
að elska skrímsli eins og þig.

Ég skal fara og vona að hjartað
fylgi á eftir mér.
Læra að sjá þig elska einhvern
sem er ekki ég.
Og sama hvort að myndin endi vel,
er ég frekar viss um að þú hafir skemmt hana fyrir mér
og ég tengdi aldrei við þig og þessar svarthvítu myndir.

[af plötunni Elín Hall – Heyrist í mér?]