Blús fyrir Ingu

Blús fyrir Ingu
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Þreyttur er ég að morgni dags.
Þrái margt en engum segi.
Reykmettað loft, rokkað til sólarlags,
blindaður af nýjum degi.

Hversu lengi hef ég beðið, beðið þessa dag,
að þú hvíslaðir mér í eyra,
orð sem ég hef þráð frá morgni til sólarlags,
orð sem mér einum ætluð eru að heyra.

Allar þær nætur, sem ég hef verið án þín,
vaknað upp firrtur og þreyttur.
Inn um hótelglugga bleikur máninn skín,
ég elska þig þó tíminn sé breyttur.

Þegar ég vakna og horfi á þig,
þú minnir mig á vorið.
Mér líður eins og blómi er finnur sól snerta sig,
eða lamb nýborið.

[af plötunni Bubbi Morthens – Plágan]