Boltinn hjá mér

Boltinn hjá mér
(Lag og texti: Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir)

Ég hitti’ einn í gær sem mér fannst sætur og spennandi,
fann áhuga í fyrsta sinn eftir fyrrverandi.
Við þurftum bæði
að fá smá næði
frá uppskrúfuðum poppara’ út á reykingasvæði.

Við spjölluðum lengi en ég man ekki alveg um hvað,
svo bauðst mér fékk far þegar við ætluðum á nýjan stað.
Þvílík fljótræði!
Algjört volæði!
Nú er kominn tími’ á að ég sýni frumkvæði!

Fékk follow til baka en hvað geri ég þá?
Veit ekki hvað er næs að gera eða hvað má?
(Hættu nú með hikið)
(En farð’ekki yfir strikið)
Ég like-a nokkrar myndir
(Nei það er of mikið).

Boltinn hjá mér en hvað geri ég þá?
Veit ekki hvað er næs að gera eða hvað má?
(Það má ekki vera of lítið.
En alls ekki of ýtið).
„Hey, sástu veðurfréttirnar?”
(Nei það er skrýtið).

Þó ég hati að spjalla á þessu forriti
þá fór þetta vel – ég virkaði’ ekki eins og hálfviti
enda flottust
og sætust
og fyndnust og klárust og heitust og bestust.

Ef hann svarar eftir tvo tíma (þá svararðu eftir eftir fjóra)
Þá ég hafi’ ekkert að gera? þetta er auðvitað glórulaust.
Fýra í kveiknum,
vera í leiknum.
Ekki vil ég sitja alein eftir í reyknum!

Boltinn hjá mér en hvað geri ég þá?
Veit ekki hvað er næs að gera eða hvað má?
(Hættu nú með hikið)
(En farðu’ ekki yfir strikið).
Ég svara eftir viku
(Nei það er of mikið).

Boltinn hjá mér en hvað geri ég þá?
Veit ekki hvað er næs að gera eða hvað má?
(Það má ekki vera of lítið)
(En alls ekki of ýtið).
Ég býð honum í afmælið mitt
(Nei það er skrýtið).

Ég sendi á hann
skilaboð
„ætlar þú að fagna útborgunardegi í kvöld?”
en hef ekki fengið svar,
sá samt að hann var
active fyrir tveimur tímum síðan.

Þetta er búið spil!
Hvers vegna’ er ég til?
Heyri kannski í fyrrverandi.
(nei nei nei nei)
Komið svar!

Boltinn hjá mér en hvað geri ég þá?
Ég þarf svo víst fara að læra að slaka’ aðeins á.
(Þetta’ á ekki’ að verða byrði)
(Þú þarft engin lofsyrði)
En ef hann hafnar mér
(Hann metur ekki þitt virði).

Hélt kannski að ég hefði gert eitthvað rangt.
Í hausnum á mér var ég komin allt alltof langt
(Það getur verið snúið)
(að halda sig við núið).
Nú fékk ég bara seen.
Já þá er þetta búið.

[af smáskífunni Flott – Boltinn er hjá mér [ep]]