Boltinn minn
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Mamma og amma eru að skamma mig
og pabbi minn búinn að æsa sig
því boltinn minn fauk gegnum rúðuna,
ég sver, það kom svakaleg vindhviða.
O-ó alveg satt – Það var ekki ég!
O-ó alveg satt – Það var ekki ég!
O-ó alveg satt – Það var ekki ég!
Á Bítlana hlustar hann afi minn,
hann dottar, fer aftur í tímann sinn
er boltinn kom svífandi á spilarann
kom afi minn forviða í nútímann.
O-ó alveg satt – Það var ekki ég!
O-ó alveg satt – Það var ekki ég!
O-ó alveg satt – Það var ekki ég!
Hú hú hú – Það var boltinn minn (boltinn minn).
Hú hú hú – Hann skaust sjálfur inn (sjálfur inn).
Bróðir minn átti afmæli,
fékk köku sem mamma okkar bakaði
er kviknuðu kertin á kökunni
kom boltinn minn á hana æðandi.
O-ó alveg satt – Það var ekki ég!
O-ó alveg satt – Það var ekki ég!
O-ó alveg satt – Það var ekki ég!
Hú hú hú – Það var boltinn minn (boltinn minn)
Hú hú hú – Hann skaust sjálfur inn (sjálfur inn)
[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans – Alheimurinn]














































