Bros þitt (Þjóðhátíðarlag 1970)
(Lag / texti: Þorgeir Guðmundsson / Árni Johnsen)
Við göngum tvö ein
þar sem gjálfrar við hlein,
um hlíð gárast vindsins kvika.
Siglir bátur um bjarg,
blundar fuglanna þvarg,
ég sé bros þitt hjá Eyjunum blika.
Þú átt líf mit og ljóð,
þú átt æskunnar glóð,
öll þín spor fylgja þrá minni úr hlaði.
Hver sem vegur minn er
vaki hamingjan þér
og þér fylgir vorhljómurinn glaði.
Hvert sem bylgjan ber mig með sér
bið ég þig alltaf að muna
að heim kem ég aftur til fylgdar með þér
því aðeins þar mun ég una.
Sóló
Hvert sem bylgjan ber mig með sér
bið ég þig alltaf að muna
að heim kem ég aftur til fylgdar þér
því aðeins þar mun ég una.
Við gengum tvö ein
þar sem gjálfrar við hlein,
um hlíð gárast vindsins kvika.
Siglir bátur við bjarg,
blundar fuglanna þvarg,
ég sé bros þitt hjá Eyjunum blika.
Þú átt líf mit og ljóð,
þú átt æskunnar glóð,
öll þín spor fylgja þrá minni úr hlaði.
Hver sem vegur minn er
vaki hamingjan þér
og þér fylgir vorhljómurinn glaði.
[af smáskífunni Helgi Hermannsson – Bros þitt]














































