Brúðkaupsveisla Villa kokks og Dómhildar
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Viðlag
Herleg brúðkaupsveislan var
Villa kokks og Dómhildar;
og af söng við urðum þar
eldrauð öll í framan.
Hvergi var svo fjölmennt fyrr;
fullt var húsið út í dyr;
vinir, einnig óvinir,
allir glöddust saman.
Viðlag
Ausið var sem ólgusjó
öli og víni meir en nóg.
Endalokin urðu þó
að öllu hrært var saman!
Viðlag
Kræsingarnar, hrauk við hrauk,
hurfu fyrr en yfir lauk.
Glerhákarl og möndlumauk
margir átu saman!
Viðlag
Lengi nætur, sveitt og sæl,
sveiflupolka, vals og ræl,
upp með tá og upp með hæl
öll við stigum saman.
Viðlag
[m.a. á plötunni Þrjú á palli – Lífið er lotterí]














































