Dansinn dunar

Dansinn dunar
(Lag og texti: Björn Hafþór Guðmundsson)

Þegar að dansinn dunar
dregst oft að pilti snót.
Taktsins í bylgjum brunar
og brosir við honum mót.

Komdu mín vina í valsinn
vertu í faðmi mér.
Úr augunum geislar galsinn
gott er að snúa þér.

Við skulum saman syngja
seiðandi þennan brag
Tónarnir okkur yngja
ómþýtt við dægurlag.

Við þó að blasi elli ár
ekki er komið haust.
Glaðst, þó að bráðum gráni hár,
Getum við endalaust.

Dönsum nú ævi alla
örvar það beggja hag.
Viltu í faðm mér falla
og fegra mitt sólarlag.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar III]