Dauð hola
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Þú komst í kring
eins og hvert annað dót
skríðandi upp og niður veggina.
Með dauða holu
milli varanna,
orðin leka út eins og kekkjótt blóð.
Þú hefur engan rétt á að vera hér
með fimm tommu pinnahælana á kafi í andlitinu á mér.
Einnig dauð hola
milli læranna,
ég grefst fyrir um gröfina hjá Hr. Hverjum sem er.
Og húsið sekkur
í holuna á þér,
þú ert óseðjandi ógeð það er bara ein lausn til:
Að taka brauðhnífinn og skera út hjartað í þér,
þú lippast, engist, titrar,
í þrjá daga mun ég drekka sjálfan mig…
…ég drep flugurnar í gluggakistunni,
þessar stóru, fiski
eru verstar
hálfdauðar,
þær spýtast út um allt.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð]














































