Djúpt á meðal dauðra
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Drekkum skál ykkar, ungu og fögru fljóð
með funandi hjörtu og sjóðheitt blóð,
sveigjulétt mitti og mjúkan arm,
stássprúða lokka og stinnan barm.
Sjá, – hver sem ei gleðst við það gyðjuval
djúpt á meðal dauðra liggja skal.
Drekkum skál því að risin er sú öld
sem illmennum færir sín málagjöld.
Oní hið neðsta fá nú far
fólksböðlar allir og týrannar.
Því hver sá sem leggst móti lýðfrelsun
djúpt á meðal dauðra liggja mun.
Megi drengskapur, hreysti og dáðrökk lund
dafna með okkur hverja stund.
Niður með hroka og flærðarfjas
og lítilla karla mærðarmas.
En sá er við skál vora situr hjá
djúpt á meðal dauðra liggja má.
Bræður, skál fyrir frelsi hvers fátæks lands
og farsæld í lífi smælingjans.
Bergjum þá skál meðan blóð vort er heitt
því dauðir vér munum ei drekka neitt.
Og viljirðu ei taka í þessu þátt
djúpt á meðal dauðra liggja mátt.
[m.a. á plötunni Þrjú á palli – …eitt sumar á landinu bláa]














































