Draumaland [2]

Draumaland
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Helgi Jónsson)

Þar sem mennirnir virkja eigin meinsemdir
mætast heimarnir, beggja megin vökuð hliðs.
Og ég leita inn, fullur löngunar í það sem var
hluti‘ af lífinu, aðeins minningin um stundirnar.
Draumaland, þar sem allt er svo töfrandi – heillandi.
Draumaland – og mig langar að komast inn til þín.

Sveimhugar eru víða‘ í svefninum,
dulúð sveipaðir, í þeim glæðast vonirnar,
ólíkt verunni þar sem valdið er á höndum fárra
í vistinni hér á jörðinni svo ég leita til þess
draumalands, þar sem allt er svo töfrandi – heillandi.
Draumaland – og mig langar að komast inn til þín.
Draumalands, þar sem allt er svo töfrandi – framandi.
Draumaland – og mig langar að komast inn til þín.
 
[af plötunni Írafár – Írafár]