Draumaskipið

Draumaskipið
(Lag / texti: erlent lag / Gylfi Ægisson)

Berðu mig skip mitt hátt upp til skýja,
skip mitt þar friðsæld ég finn,
færðu mig ofan þar sem finnst hlýja,
fegurð og gleði um sinn,
það mun sorgir mínar sefa
því söknuð enn ég finn.

En því fór, því fór stúlkan mín í burt frá mér,
því fer, því fer allt sem einhvers virði er?
Af hverju, af hverju er sorgin svona sár,
út af hverju, af hverju, út af hverju, af hverju
hrynja svona af hvörmum mínum tár?

Berðu mig skip mitt, niður að ströndum
sorgin er gleymd nú um sinn.
Nú loks hef ég leyst mig úr lævísum böndum
lífsgleði aftur ég finn.
Sárin eru sein að gróa
en tíminn græðir sár.

En því fór, því fór stúlkan mín í burt frá mér,
því fer, því fer allt sem einhvers virði er?
Af hverju, af hverju er sorgin svona sár,
út af hverju, af hverju, út af hverju, af hverju
hrynja svona af hvörmum mínum tár?

[af plötunni Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar – Grásleppu Gvendur]