Draumur
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon – Birgitta Haukdal)
Þeytast um hraðar hugsanir,
margt á sveimi, andi fer um mig
en ég veit hvað veldur því.
Endar leit. Ég svíf.
Svíf í draumi vængjalaus,
stjörnur falla af himni.
Ekkert getur stöðvað mig.
Ég veit.
Læðist að mér, hefur fundið mig,
áfram höldum inn á æðra svið
en ég veit að örlögin
réðu því. Ég svíf.
Svíf í draumi vængjalaus,
stjörnur falla af himni.
Ekkert getur stöðvað mig.
Ég veit.
[m.a. á plötunni Írafár – Allt sem ég sé]














































