Efemía

Efemía
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Er þú gengur glöð í lund
eftir götu, Efemía,
finnst mér eins og svífi svanur
milli sólroðinna skýja.
Ó, hve heitt ég elska þig!

Viðlag
Ég mun hrópa hátt og syngja,
ég mun kristöllum klingja,
ég mun hundrað bjöllum hringja
ef ég fæ að eiga þig!

Þegar höfði hreykir þú
móti himni, Efemía,
er sem hátt í brekku brattri
standi blómguð kastanía.
Ó, hve heitt ég elska þig!

Viðlag
Ég mun hrópa hátt og syngja,
ég mun kristöllum klingja,
ég mun hundrað bjöllum hringja
ef ég fæ að eiga þig!

Rödd þín, mild og munarblíð,
er sem músíkk, Efemía,
og hún ómar mér í eyrum
eins og ekta sinfónía.
Ó, hve heitt ég elska þig!

Viðlag
Ég mun hrópa hátt og syngja,
ég mun kristöllum klingja,
ég mun hundrað bjöllum hringja
ef ég fæ að eiga þig!

Er ég held í höndum mér
þínum höndum, Efemía,
allt í brjósti mínu blossar
eins og brenni steinolía.
Ó, hve heitt ég elska þig!

Viðlag
Ég mun hrópa hátt og syngja,
ég mun kristöllum klingja,
ég mun hundrað bjöllum hringja
ef ég fæ að eiga þig!

[m.a. á plötunni Þrjú á palli – Þrjú á palli]