Eftir 100 ár
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Það verða enn til fílar,
engir fljúgandi bílar – eftir 100 ár
þótt geðveik verði tæknin
ber Esjan enn við himinn – eftir 100 ár.
Fólk leitar að því sama,
spyr sömu spurninganna – eftir 100 ár
og svörin enn jafn vitlaus
og enginn býr á Venus – eftir 100 ár.
Og ég og þú
við verðum nú
frekar gleymd og grafin því að
allt verður breytt – eftir 100 ár
en samt ekkert breytt – eftir 100 ár.
Sálin enn ófundin
og ekki til innbundin – eftir 100 ár,
þú skiptir ekki um heila
til að veita meira – eftir 100 ár.
Og ég og þú
við verðum nú
frekar gleymd og grafin því að
allt verður breytt – eftir 100 ár
en samt ekkert breytt – eftir 100 ár.
[af plötunni Dr. Gunni – Stóri hvellur]














































