Ég fer á Séns
(Lag og texti: Magnús Bjarni Helgason)
Nú við helgina tökum hér með trukki
gamlir vinir hér koma og skemmta sér.
Kátt nú djömmum með tilheyrandi sukki
því þessi helgi af öllum öðrum ber.
Því hér við hittum það fólk sem bjó hér forðum
í bland við það sem að ennþá lifir hér.
Já slíkum stundum ég fæ ei lýst með orðum
hér eilíf vinátta aldrei burtu þver.
Fjör nú ólgar hér létt í öllum æðum
allir una við sönginn, gleði og glens.
Litla þorpið allt er í nýjum klæðum
þegar haldinn er Álfaborgarséns.
Hérna ungir og aldnir saman una
því að vinsemd og friður ríkir hér.
Margar stundir sem ljúft er mér að muna
endurfæðast og lifna á ný hjá mér.
Helgin líður og senn hún enda tekur
hljóðnar söngur og gestir tínast burt.
Hann að ári hér sami hópur vekur
með því fólki sem enn er heima kjurt.
Þá aftur komum við heim á fornar slóðir
og að venju við tökum saman lag.
Meðan sólin úr hafi sendir glóðir
þar sem syngjum við saman fram á dag.
Ávallt Sénsinn er inn og til sín dregur
sæg af fólki sem kann að skemmta sér.
Borgarfjörður svo hlýr og vinalegur
segir: Velkominn vertu aftur hér,
segir velkominn vertu vinur hér.
[af plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar ásamt fjölda góðra gesta – 44 íslensk alþýðu dans- og dægurlög]














































