Einu sinni enn
(Lag og texti: Ed Welch, Klara Ósk Elíasdóttir og Alma Guðmundsdóttir)
Í huganum til þín oft ég fer
og ég vildi ég ætti tímavél.
Heyri gömul lög sem að minna‘ á þig
og eitt augnablik ertu mér við hlið.
En þó að árin líði
og fljúgi áfram tíminn,
ég vona sama hvað
að hittumst við.
einu sinni enn.
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
Einu sinni enn.
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
Hvernig sem lífið fer
þá treysti og trúi ég
að hittumst við
einu sinni enn.
Við gáfum allt sem við gátum þá
og það rættust draumar, féllu tár.
En ég veit að öll þessi ævintýr
hefðu aldrei orðið eins án þín.
En þó að árin líði
og fljúgi áfram tíminn,
ég vona sama hvað
að hittumst við.
einu sinni enn.
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
Einu sinni enn.
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
Hvernig sem lífið fer
þá treysti og trúi ég
að hittumst við
einu sinni enn.
Þótt að leiðir skilji þá er ekkert sem
breytir því (breytir því)
að ég veit einn daginn liggur leiðin
aftur til þín.
Einu sinni enn.
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
Einu sinni enn.
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
Hvernig sem lífið fer
þá treysti og trúi ég
að hittumst við
einu sinni enn.
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
(Einhvers staðar einhvern tímann aftur)
Hvernig sem lífið fer
þá treysti og trúi ég
að hittumst við
einu sinni enn.
[af smáskífunni Nylon – Einu sinni enn [ep]]














































