Eitt lag til

Eitt lag til
(Lag og texti: Kristján Kristjánsson KK)

Þega dómgreindin tekur frí,
pakkar saman og gefur í,
tilveran hverfur í þokuský,
syngdu karókí.

Það enginn kennir, enginn kann,
eruð þið að leita sögumanns,
ég tek að mér að vera hann,
horfðu á næsta mann.

Horfðu, horfðu, horfðu,
horfðu á næsta mann.

Með brotið sverð og klofinn skjöld
við þér blasir staðreyndin köld,
dómgreindin hefur misst sín völd,
þú ert stjarnan í kvöld.

Þá þoku léttir og rofar til,
þú lítur upp, búið spil
en glasið er fullt eða hér um bil,
syngdu eitt lag til.

Syngdu, syngdu, syngdu,
syngdu eitt lag til,
syngdu, syngdu.

Þegar dómgreindin kemur aftur á ný,
enginn tekur eftir því,
farðu þá bara á fyllirí,
syngdu karókí.
Karókí, karókí.

Hann er alveg kominn í keng,
illa farið með góðan dreng.
Ó ég vild að ég skildi hans mein
eins og brostinn streng.

Eins og slitinn brostinn streng.

[af plötunni KK band – Hótel Föroyjar]