Elliheimilisrokk
(Lag og texti: Bubbi Morthens)
Á sunnudögum dætur og synir,
frænkur og frændur
fara á elliheimilin.
Kyssandi og kjassandi,
naga þeirra gömlu bein.
Leitandi, spyrjandi
um víxlana, afsölin,
ríkisskuldaverðbréfin
hvort það sé ekki ætlað þeim.
Í gegnum móðu dauðans
skynja þau samt afkvæmin,
aldrei áður hafa talað svo hlýlega,
syngjandi blíðlega í traustum tón.
Barnabörnum er mútað
með brjóstsykri og bíóferðum,
meðan fjölskyldan tætir og rífur
upp hirslur og skápa
áður en haldið er heim.
Á sömu stofnun, í grafarastað,
flögra frænkurnar og frændurnir,
líkt og hræfuglar, stað úr stað.
[af plötunni Bubbi Morthens – Plágan]














































