Engin ævintýri

Engin ævintýri
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Ég er einn í lúkarnum,
svo einmana, svo oft áður
með sjálfan mig og gin og klámblöðin,
það er stím á Reykjavík.

Hjökkuðum á kvótanum,
100 túrar, 1.000.000 ræs
og loksins land ó land ó land ó land
ó land ó land ó land ó land.

Kaupið fór í leigubíl
sem keyrði mig um miðbæinn,
ég komst hvergi hvergi hvergi inn,
enginn vildi vera vinur minn.

Fann með loks í fjörunni
með mávana hringsólandi.
Þeir garga:
engin ævintýri,
bara snjór rigning snjór,
engin ævintýri,
bara blóð slabb og slor…
og svona líða árin
hjá manninum á móti
og svona líða árin
hjá helvítis þjóðinni.
Hann var karl er kunni að
ríða drekka og slást,
sjómanns sjómanns sjómannslíf,
engin ævintýr.

Ég er einn í lúkarnum,
svo einmana svo oft áður
með sjálfan mig og gin og klámblöðin
það er stím á Halamið.

[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð]