Engin mistök

Engin mistök
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Stjörnubjart er þetta föstudagskvöld,
fullur máni glennir sig,
ég er peppaður fyrir kvöldinu,
helvíti góður með mig.

Ég veit að þetta kvöld er einstakt,
ég veit að það er alveg spes,
ég geri engin mistök,
ég geri engin mistök,
ég geri engin mistök,
ég geri engin
mistök!
Ég geri engin mistök.

Það er komið annað föstudagskvöld,
hálft tungl glottir við mér,
ég er tjúnaður fyrir kvöldinu,
góðir straumarnir hér.

Ég veit að þetta kvöld er einstakt,
ég veit að það er alveg spes,
ég geri engin mistök,
ég geri engin mistök,
ég geri engin mistök,
ég geri engin,
mistök!
Ég geri engin mistök.

Engin sút og seira,
ég vildi meira og meira,
bæði í ökkla og eyra.
Veitingarnar flóðu,
svo varð allt í móðu
en það var í góðu.

Það er komið enn eitt föstudagskvöld,
ekkert tungl er sjáanlegt,
ég er upprifinn fyrir kvöldinu,
stuðið áþreifanlegt.

Ég veit að þetta kvöld er einstakt,
ég veit að það er alveg spes,
ég geri engin mistök,
ég geri engin mistök,
ég geri engin mistök,
ég geri engin,
mistök!
Ég geri engin mistök.

[af plötunni Dr. Gunni – Nei, ókei]