Ennþá ung
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Stefán Bragason)
Nú sjötug orðin er
og eldast brátt því fer,
þó til sé ég að bregða mér af bæ.
Ég á mér létta lund
það lífgar hverja stund.
Sem Níels skáldi að háska öllum hlæ.
Ég átti mjúkan mann
en misskildi oft hann
og frá mér loks í fússi skinnið rauk.
Því ein í bili bý
þó botni ei neinn í því,
en margan á ég samt í horni Hauk.
Er vetrar vítt um land
ég vel mér ljósan sand
og nýt þess enn að vera frjáls og frí.
Þar niðar báran blá
ég bleyti stórutá
á Ródos, Palma, Krít og Kanarí.
Þó hausti heldur að
ég hugsa ei neitt um það,
því líkt og árið lífið rennur hjá.
Það er á meðan er
ég áfram skemmti mér
og þeir sem róa fiskinn besta fá.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Þá og nú: Lög Óðins G. Þórarinssonar]